Brekka Ingjaldssandi: fyllt upp í skurði

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir endurheimt votlendis á jörðinni Brekki á Ingjaldssandi. Sótt var um leyfið síðastliðið sumar.

Landeigendur Brekku á Inggjaldssandi og Votlendissjóður hafa skrifað undir samning um endurheimt
votlendis á hluta lands Brekku. Enginn landbúnaðar er stundaður á Brekku. Ætlunin er að fylla upp í nærri 4 km af skurðum á þremur svæðum á jörðinni. Svæði nr.1, er í 1,6 km frá íbúðarhúsinu á Brekku en þar er óformað að fylla ofan i 1200 metra. Svæði nr.2. er í 0,3 km frá húsi, þar er áformað að fylla ofan í 300 metrar. Svæði nr.3. er í 0,6 km fjarlægð frá húsi og þar er áformað að fylla ofan í 600 metrar.

Fram kemur í umsókninni að fyrirhugaðar framkvæmdir hafi ekki nein áhrif á tún nágrannajarða eða önnur mannvirki. Sýnileiki framkvæmdanna verður mjög lítill eftir að skurðbakkarnir gróa upp. Umhverfisáhrif framkvæmdanna verða jákvæð m.t.t. umhverfissjónarmiða enda er verið að binda kolefni. Framkvæmdin er í samræmi við yfirlýst markmið stjórnvalda um kolefnisbindingu.

DEILA