Bolungavík: Aðalstrætið verði íbúðabyggð

Hugmynd að byggingu á Aðalstræti 25.

Verið að vinna hugmyndir að róttækum breytingum á skipulagi Aðalstrætisins í Bolungavík sem mun breytast í fjölmenna íbúabyggð í stað þess að vera helsta breiðstræti þjónustu- og atvinnufyrirtækja. Atvinnureksturinn mun færast nær höfninni og ef þessar hugmyndir ná fram að ganga verður byggðin líkari því sem áður var á fyrri hluta síðustu aldar. Þá var atvinnulífið við Hafnargötuna og neðan hana og byggðin þar fyrir ofan.

Miðað við fyrstu hugmyndir gætu verið allt að 100 íbúðir við Aðalstrætið og gatan því ein fjölmennasta gatan í bænum.

Aðalstræti 17 milli Verslunar JFE og Pósthússins.
Aðalstræti 23 innan til við verslun Einars Guðfinnssonar hf. Húsið er teiknað í stíl fjórubúða sem stóðu neðan við þennan byggingarreit hafnarmegin, fjórburst verbúðarbygging.
Fjórubúðir.

Sveitarfélagið er að bregðast við miklum skorti á íbúðum sem og fyrirsjáanum vexti í atvinnulífinu með tilkomu laxasláturhúss Arctic Fish og stækkunar mjólkurvinnslunnar Örnu. Nýtt hverfi er í deiliskipulagningu við gamla Hreggnasavöllinn með lóðum fyrir allt að 40 íbúðum.

Hreggnasasvæðið.

DEILA