Olíulekinn Suðureyri: tilkynntur fyrst 16. febrúar

Grunnskólinn á Suðureyri. Mynd: Isafjördur.is

Samkvæmt upplýsingum Bæjarins besta var fyrst tilkynnt um olíulekann á Suðureyri þann 16. febrúar. Skólastjóri Grunnskólans á Suðureyri sendi skilaboð þann dag þess efnis að olía væri farin að leka í Tjörnina við skólann og fór fram á að varlega væri farið í kring og brýnt fyrir börnunum að að vera ekki að leik í nágrenninu. Jafnframt sagði í skilaboðunum að hreinsunarstarf myndi hefjast innan skamms.

Um 40 lítrar eru sagðir hafa þá lekið út í Tjörnina sem var svo hreinsað.

Leitað hefur verið eftir frekari upplysingum frá Orkubúi Vestfjarða og er beðið svara.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar tók málið fyrir á fundi sínum í morgun. Í bókun bæjarráðsins segir að bæjarráðið líti málið mjög alvarlegum augum og kallar eftir fyllri upplýsingum um málið frá hlutaðeigandi aðilum og aðgerðaáætlun um hreinsun.  Þá segir að stjórnendur Ísafjarðarbæjar hafi ekki frétt af málinu fyrr en föstudaginn 4. mars sl., „en tilkynningar höfðu þá borist ábyrgðaraðilum, þ.e. Heilbrigðiseftirlitinu og Orkubúi Vestfjarða, um miðjan febrúar.“

DEILA