Lýðskólinn á Flateyri opnar fyrir umsóknir 2022-2023

Lýðskólinn á Flateyri hefur opnað fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár. Í skólanum er pláss fyrir um 30 nemendur við skóla og nemendagarða. Öllum sem hafa náð 18 ára aldri þegar skólinn hefst býðst að sækja um hér: https://lydflat.is/umsokn.

Umsóknarfrestur er til 15. júní 2022 en þar sem plássinn fyllast hratt er mælt því að sækja um sem fyrst. Skólaárið hefst í september og því lýkur í maí 2023.

Afhverju Lýðskólinn?

Nám við Lýðskólann á Flateyri er einstök upplifun án prófa og formlegs námsmats. Á einu skólaári færðu að prófa yfir 20 námskeið, lærir að þekkja sjálfan þig betur og eignast vini fyrir lífstíð.

Katrín María Gísladóttir, skólastjóri, bendir á að skólinn sé fyrir alla þá sem langar að taka sér pásu frá hefðbundnu námi eða langar hreinlega að læra án þess að þurfa að sitja yfir bókum svo dögum skipti. Skólinn hentar þér sem vilt tilbreytingu og tækifæri til að finna þig upp í nýtt. Lærðu í nýju umhverfi með ólíkum einstaklingum sem vilja fá eitthvað meira út úr lífinu en hefðbundið nám býður upp á.

Veldu úr tveimur námsbrautum

Skólinn býður upp á tvær námsbrautir. Annars vegar Hafið, fjöllin og þú, sem snýr að því að upplifa náttúruna og útivist í ýmsu formi. Þar má nefna brimbretti, ísklifur, siglingar, fjallamennsku, kajakróður og fleira.

Hins vegar er boðið upp á brautina Hugmyndir, heimurinn og þú. Á brautinni er áhersla lögð á nám í gegnum ýmiskonar sköpun, hönnun og hugmyndavinnu. Þar má nefna námskeið á borð við grafíska hönnun, ljósmyndun, endurvinnslu, kvikmyndagerð, forritun og fleira.

Báðar námsbrautir vinna mikið með náttúru Vestfjarða og fléttast inn í samfélagið allt á Flateyri við Önundarfjörð.

Skóli sem mun breyta lífi þínu

Í Lýðskólann á Flateyri eru allir velkomnir óháð reynslu og bakgrunni. Nemendur læra í gegnum forvitni, samvinnu, samtal og ekki síst í gegnum eigin upplifanir af verklegu námi.

Að vera hluti af skólanum er upplifun sem mun sannarlega breyta lífi þínu. Við tökumst á við áskoranir með hjálp hvert frá öðru- starfsfólki, samnemendum og samfélaginu í heild. Skólinn leggur áherslu á umhverfið okkar og er öruggur staður fyrir alla,  fólk sem tilheyrir LGBTQI+ samfélaginu sem og alla aðra sem vilja upplifa sig örugga í umhverfi með líkt þenkjandi einstaklingum.

Allar upplýsingar um námskeið, skólagjöld og heimavistina má finna á heimasíðu skólans: www.lydflat.is

DEILA