Ísafjarðarbær: Tesla gefur 4 hleðslustöðvar

Ísafjarðarbær hefur samþykkt að þiggja að gjöf 4 rafhleðslustöðvar frá Tesla. Um er að ræða 22 kw Tesla hleðslustöðvar sem opnar verða fyrir alla rafbíla.

Blámi á Ísafirði hafði milligöngu í málinu og hefur fengið Tesla til þess að fjölga hleðslustöðvum á Vestfjörðum.

Uppsetningarkostnaður er áætlaður um 100-200 þúsund en það fer eftir aðstæðum á hverjum stað og hann greiðist af Ísafjarðarbæ sem og rafmagnskostnaður.

Bæjarráð ákvað að setja upp hleðslustöð eina við hverja íþróttamiðstöð í sveitarfélaginu og fól bæjarstjóra að ganga frá samningi við Tesla.

DEILA