Ísafjarðarbær hvetur til kaupa á nýrri ferju yfir Breiðafjörð

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fékk til umsagnar tillögu Eyjólfs Ármannssonar og fleiri til þingsályktunar um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju.Þar er innviðaráðherra falið að láta kaupa nýja ferju sem verði notuð í reglulegum ferjusiglingum á Breiðafirði.

Ferjan uppfylli nútímakröfur um öryggi og þægindi í farþegaflutningum og geti sinnt vöruflutningum fyrir atvinnulíf og íbúa á Vestfjörðum og við Breiðafjörð. Þar til ný ferja verður tekin í notkun skuli nýta skipið Herjólf III, skráningarnúmer 2164, í reglulegum ferjusiglingum á Breiðafirði. Þá segir einnig í tillögunni að eins fljótt og auðið er, og eigi síðar en í júní 2022, skuli hefja framkvæmdir á hafnarmannvirkjum á ferjuleið til að tryggja að Herjólfur III geti tekið við ferjusiglingum sem fyrst.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar fagnaði framkominni þingsályktunartillögu um kaup á nýrri Breiðafjarðarferju og hvetur innviðaráðherra að láta kaupa nýja ferju sem verði notuð í reglulegum ferjusiglingum á Breiðafirði.

DEILA