Ísafjarðarbær: 20 fyrirtæki standa að gerð kynningarefnis um ferðaþjónustu

Fantastic Fjords ehf er ferðaskrifstofa á Vestfjörðum og sérhæfir sig í menningartengdum ferðum og hvataferðum.

Um 20 fyrirtæki á svæðinu ásamt Ísafjarðarbæ hafa unnið undanfarnar vikur að sameiginlegu kynningarefni fyrir Ísafjarðarbæ sem áfangastað. Unnið er að því að útbúa kynningarefni sem er sérsniðið að því að auka komu hópa hingað svo sem fyrirtækjahópa, hvatahópa, ferðamannahópa, og þá sérstaklega á jaðartímum. 

Fyrirtækið Fantastic Fjords ehf á Suðureyri sendi inn erindi til Ísafjarðarbæjar og óskaði eftir þátttöku Ísafjarðarbæjar í gerð kynningarefnis fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Erindinu var hafnað.

Sædís Ósk Þórsdóttir segir að efnið fari yfir hvaða gistimöguleikar eru í boði, afþreying, matur og drykkur og fleira.

„Við óskuðum eftir komu Ísafjarðarbæjar að því að taka upp þeirra efni, efni á borð við söfn, tjaldsvæði, skíðasvæði, sundlaugar og alla þá þjónustu sem bærinn rekur sem nýtist þeim sem hingað koma. Hvert og eitt fyrirtæki borgar fyrir sitt efni inni í markaðsefninu og því vildum við fá bæinn að borðinu, sem sat tvo fundi með okkur öllum þar sem við fórum yfir hvernig heildarsýnin ætti að vera. Þetta markaðsefni hefði síðan nýst Ísafjarðarhöfnum í að kynna Ísafjörð sem áfangastað fyrir skemmtiferðaskip og því báðum við líka höfnina um að vera með. 

Báðu þessu var neitað og því mun Ísafjarðarbær ekki koma að gerð þessa markaðsefnis að nokkru leyti. „

DEILA