Geymsluþol á stoðmjólk stenst ekki gæðakröfur

Matvælastofnun varar við neyslu á einni lotu af stoðmjólk frá MS vegna þess að geymsluþol stenst ekki gæðakröfur. Fyrirtækið hefur innkallað vöruna með aðstoð Matvælastofnunar og sent út fréttatilkynningu.

Í fréttatilkynningunni segir að ástæða innköllunarinnar sé að þessi framleiðslulota vörunnar standist ekki gæðakröfur
vegna geymsluþols.

Um er að ræða Stoðmjólk 500ml með dagsetningunni best fyrir: 31.03.2022

Neytendum sem keypt hafa vöruna með framangreindri dagsetningu er bent á að þeir
geta skilað vörunni í þá verslun þar sem hún var keypt eða snúið sér beint til
Mjólkursamsölunnar.

DEILA