Fleiri körfur ?

Velkomin til baka.

Nú er runnin upp tími þar sem möguleikar fyrir líf eftir Kófið eru einhverjir. Árásir á eitt stærsta landbænaðar og ræktunarsvæði Evrópu eru einnig tilefni til endurskoðunar. ( #slavaukraini )

Er þá umhugsunarefni hvernig við ætlum að stíga næstu skref og hvert við viljum stefna hér á landi, hér á Vestfjörðum.

Hvaða framtíðarsýn höfum við?

Hvar liggja líklegir möguleikar okkar?

Hver eru markmið okkar út frá því?

Orkumál ?

Orkumál eru ofarlega á baugi og okkur sífellt hugðarefni.

Það er ágætis byrjun að ræða það sem við getum verið sammála um, til að framleiða orku þarf að virkja. Hvað orkan skuli nýtast í sé þar skammt eftir og svo hvar og hvernig.

Á að miða við rammaáætlun sem er komin til ára sinna og forsendur hennar mögulega brostnar. Voru orkuskipti fiskiflotans hluti af forsendum rammaáætlunar?

Eru forsendur kannski aðrar núna, en þegar rammaáætlun var samþykkt? Ekki er verið að horfa til nýrrar stóriðju, en meiri rafmagnsþörf er fyrir lagareldi, farartæki og framleiðslu á innlendu eldsneyti s.s. vetni.

Hverjar eru horfur í vexti ef ekki er hægt að tryggja orku til vaxtar? Við þurfum orku til að lýsa vegin fram á við.

Lagareldi?

Lagareldi er að vaxa gríðarlega á landinu (fiskeldi, þörungarækt, skelfiskur, etc) og er það mikið fagnarefni.

Sjálfbærar fiskveiðar bjóða ekki upp á skalanlega fæðuframleiðslu, eins og t.d. Lagareldi. Sjálfbær “vilt” fæðuframleiðsla er kannski ekki möguleg. Sjálfbærniviðmið eru kannski á leið frá veiðum og er mikilvægt að hafa það í huga við stefnumörkun til framtíðar.

Nágrannaþjóðir og alþjóðasamfélag eru nefnilega að taka fram úr á sviði sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Við verðum að passa okkur á að missa ekki af lestinni.

Við erum samt sem áður framarlega í fiskeldis og tengdri tækni. Óhöpp geta alltaf átt sér stað, unnið er með óblíða náttúru og alltaf er hætta á afföllum, kannski stærri en 20% afföll eftir 10 ár eru ekki í einungis í nokkrum körum á kajanum á Þingeyri…

Þörungarækt er leið til að auka atvinnuöryggi við strandlengju Íslands og viðbótar karfa við annað lagareldi. Þararækt er minna háð duttlungum náttúru og annar lífmassi, engin úrgangur eða umræður um óþarfa grimmd. Þararækt skapar skjól fyrir fiska, dregur úr súrnun hafsins og er þar af leiðandi með jákvætt kolefnisfótspor.

Er því ekki mikilvægt að setja upp sviðsmyndir fyrir möguleika okkar? Hver er þörfin ef í uppbyggingu er farið og hver er hinn langtíma ávinningur sem er í húfi?

Við þurfum að komast úr huxanahættinum “ að bjarga verðmætum” og komast á þann stað að verðmætasköpun okkar sé fyrirsjáanleg, jafnvel til lengri tíma.

Nýsköpun= Aðlögunarhæfni

Nýsköpun….. Nýsköpunarmiðstöðvar og frumkvöðlastarf, Bahúmbúgg!!

Ef við tökum þetta orð sem nú er orðinn stimpill á alls kyns og notum annað auðskiljanlegra, en nærri kjarna starfsins… Aðlögun.

Því það aðlagast breyttum aðstæðum er nauðsynlegt alveg sama hver staðan er. Nauðsyn alveg sama hver þú ert og hvað þú ert að gera.

Nýsköpunarmiðstöðvar verði þannig aðlögunarmiðstöðvar sem vinna með iðnaði, stofnunum og einstaklingum að langtímalausnum en ekki skammtímagróða. Frumkvöðlar séu vissulega áfram frumkvöðlar því það sé jú þeirra eðli en vinni ekki að nýsköpunarstarfi heldur aðlögun öðru fremur.

Hvert færir það okkur?

Að setja raunverulega elju í að vera aðlögunarfær í síbreytilegum heimi, hver er breytingin til lengri tíma?

Breyttar áherslur í alþjóðasamfélagi sem við viljum svo gjarna tilheyra kalla á skjót viðbrögð sérlega þeirra minni, okkar sem teljum ekki nema 0,4% af heildarfjöldanum. (best í heimi eður ei) Skjót viðbrögð sem eru þó hluti af stærri mynd, stefnu á eitthvað sem við viljum vera eftir einhvern tíma.

Nú þegar eru innviðir Aðlögunar hér á landi allnokkuð sterkir. Við höfum meðvituð landshlutasamtök sem án efa eru að vinna í stefnumótun fyrir sinn landshluta, stefnu sem tekur mið af þróun heimsmála og þeirri stefnu sem hefur verið mörkuð í nágrannalöndum.

Spennandi tímar í vændum eru gleðiefni, við erum amk full tilhlökkunar fyrir vestan.

Gunnar Ólafsson

Höfundur er framkvæmdastjóri Djúpsins í Bolungarvík og Ísafirði.

DEILA