Yfirlýsing frá Vestfiski ehf

Vegna fréttar á bb.is um innköllun Mast á hákarli, vill Vestfiskur ehf Súðavík A665 taka eftirfarandi fram:

Vestfiskur er ekki framleiðandi þessarar vöru og hefur ekki um nokkurra ára skeið pakkað hákarli í neytendaumbúðir fyrir OJK. Vestfiskur hefur ekki svör við því hversvegna umrædd vara er merkt fyrirtækinu. Vestfiskur Súðavík hefur tilkynnt Mast um að varan sé ekki frá félaginu. Vestfiskur lítur málið alvarlegum augum og mun grípa til varna verði þess þörf. Með innköllun vörunnar af hálfu OJK telur Vestfiskur að málinu sé lokið.

DEILA