Vesturbyggð kallar eftir samstöðu Vestfirðinga um forgangsröðun jarðgangaverkefna

Bæjarstjórn Vesturbyggðar segir í samþykkt sinni um Jarðgangaáætlun fyrir Vestfirði að hún fagni því að fram sé komin jarðgangaáætlun Vestfjarða og að mikilvæg samstaða hafi náðst um forgangsröðun jarðgangakosta innan Vestfjarða, þar sem göng undir Mikladal og Hálfdán ásamt Súðavíkurgöngum eru í forgangi.

„Kallað hefur verið eftir samstöðu Vestfirðinga um forgangsröðun jarðgangaverkefna og nú þegar sú samstaða hefur náðst er mikilvægt að þingmenn kjördæmisins styðji við þá samstöðu og aðstoði við að tryggja þessum mikilvægu samgöngubótum á Vestfjörðum framgöngu.“

DEILA