Vestfirðir: dýralæknaþjónusta tryggð

Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun segir að dýralæknaþjónusta á Vestfjörðum sé tryggð þótt dýralæknirinn á Vestfjörðum sé í veikindaleyfi. Það eru dýralæknarnir í Búðardal og í Stykkishólmi sem hlaupa í skarðið og sinna erindum. Þjónustusími þeirra er 888 1988.

Þá hefur Sigríður Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir á Ísafirði, sem gegnt hefur starfinu samkvæmt sérstökum samningi, sagt upp og mun láta af störfum í vor.

Matvælastofnun hefur auglýst eftir sjálfstætt starfandi dýralæknum til að taka að sér almenna dýralæknaþjónustu og bráðaþjónustu á Vestfjörðum og er umsóknarfrestur til 3. mars. Sigurborg kvaðst vonast til þess að búin verði að manna stöðuna 25. maí næstkomandi.

https://www.mast.is/is/um-mast/frettir/lausar-stodur/studningsgreidslur-vid-dyralaeknathjonustu-a-vestfjordum-samningar-lausir-til-umsoknar

DEILA