Uppskrift vikunnar: tælenskt

Uppskrift vikunnar – Stir fry nautakjöt í chilísósu

Á tímabili prufaði ég mig mikið áfram með tælenskan mat og þessi uppskrift varð algjört uppáhald.

Mér finnst best að nota Rib eye til að skera í strimla, verður að vera þónokkur fita finnst mér en auðvitað er þetta bara smekksatriði. Það er það sama með grænmetið, það passar bara það grænmeti með sem hverjum og einum finnst gott.

Innihald:


300-350 g nautakjöt, skorið í strimla
chilíkrydd
pipar
1 eggjahvíta
1 msk hveiti
1 msk olía
1 rauð paprika, skorin í strimla
4 vorlaukar, skornir langsum
1 brokkólíhaus
handfylli baunaspírur
2 hvítlauksrif, söxuð
2 tsk engifer, smátt saxað

Sósan


3 msk appelsínusafi
1 tsk hvínvínsedik
2 tsk dökk soyasósa
1 tsk chilímauk

Aðferð:

  1.  Gerið sósuna með því að blanda appelsínusafa, hvítvínsediki, soyasósu og chilímauki saman í skál.
  2.  Þeytið eggjahvítuna með gaffli þar til hún fer að freyða. Bætið þá kjötinu saman við ásamt chilíkryddi, ríflegu magni af pipar og hveiti og þekjið kjötið vel með þessari blöndu.
  3.  Setjið steikingarolíu á pönnu og hitið vel. Léttsteikið kjötið og bætið því næst grænmetinu saman við. Hellið sósunni saman við og leyfið að hitna. Ef þið viljið getið þið bætt við 3-4 msk af vatni til að þynna sósuna. Berið fram strax með hrísgrjónum.

Verði ykkur að góðu!

Halla Lúthersdóttir

DEILA