Uppskrift vikunnar – grænmetislasagna

Mér var bent á það um daginn að ég mætti vera duglegri með grænmetisrétti.

Þetta lasagna er afskaplega einfalt og fljótlegt og fyrst og fremst afskaplega hollt.

Spínatlasagna

Innihald:
680 g tómatsósa, mér finnst hún best ef það er basilíka í henni
9 lasagnaplötur
450 g kotasæla
250 g mozzarellaostur, rifinn
450 g spínat
1 búnt fersk basilíka, söxuð
30 g parmesanostur, rifinn

Aðferð:

  1.  Dreifið botnfylli af pastasósunni á botninn á lasagnamóti (t.d. 20×20 cm eða 23×23 cm).
  2.  Raðið þremur lasagnaplötur yfir sósuna og setjið síðan helminginn af kotasælunni, helming af mozzarella, helminginn af spínati og smá af ferskri basilíku. Endurtakið og endið á lagi af pastasósu, lasagnaplötum og ríflegu magni af mozzarellaosti.
  3.  Setjið í 175°c heitan ofn með álpappír yfir og eldið í um 20 mínútur. Takið síðan álpappírinn af og eldið í aðrar 10-15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað og er farinn að brúnast fallega. Berið fram með parmesanosti og ferskri basilíku.

Verði ykkur að góðu!

Halla Lúthersdóttir

DEILA