Þingmaður Samfylkingarinnar með opna fundi á Vestfjörðum

Kristrún Frostadóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar heldur næstu daga sjö opna fundi á Vestfjörðum. Fyrstu tveir fundirnir verða í dag, sá fyrri kl 17 á Tálknafirði og sá seinni kl 20 á Patreksfirði.

Í tilkynningu um fundina segir að fundirnir séu hluti af fundaferð Kristrúnar um landið undir yfirskriftinni Samræða um framtíðina og eru opnir öllu áhugafólki um landsins gagn og nauðsynjar.

Fyrirkomulag fundanna verður afslappað þar sem Kristrún leitast fyrst og fremst eftir samtali við fólk og ólíkum sjónarmiðum. Tilgangurinn er að sækja efni og innblástur fyrir þingstörfin á næstu misserum.

Eftirfarandi fundatímar eru auglýstir með fyrirvara um veður og færð á vegum:

TÁLKNAFJÖRÐUR

Hópið

15. febrúar kl. 17:00

PATREKSFJÖRÐUR

Flak

15. febrúar kl. 20:00

BÍLDUDALUR

Vegamót

16. febrúar kl. 12:00

ÞINGEYRI

Blábankinn

16. febrúar kl. 17:00

ÍSAFJÖRÐUR

Heimabyggð

16. febrúar kl. 20:00

BOLUNGARVÍK

Einarshús

17. febrúar kl. 12:00

HÓLMAVÍK

Kaffi Galdur

17. febrúar kl. 16:30

DEILA