Þingeyri: forgangsorka keypt fyrir sundlaugina

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti á fimmtudaginn tillögu frá bæjarráði að kaupa forgangsorku fyrir sundlaugina á Þingeyri, en ákvæði samningi um kaup á afgangsorku var virkjað vegna orkuskorts hjá Landsvirkjun. Stóð þá sveitarfélagið frammi fyrir því að loka sundlauginni eða kynda hana með olíu. Þriðji kosturinn var svo sá sem var valinn að kaupa forgangsorku. Við það hækkar reikningurinn um 3 milljónir króna.

Jafnframt var bæjarstjóra að flýta skoðun á orkusparandi aðgerðum fyrir sundlaugina á Þingeyri.

DEILA