Sunnanverðir Vestfirðir: hættustigi og óvissustigi aflýst

Lítil flóð féllu í Brellum ofan Patreksfjarðar í dag.

Veðurstofan hefur aflýst hættustigi vegna snjóflóðahættu á Patreksfirði og Tálknafirði, sem sett var í morgun. Þá hefur óvissustigi vegna snjóflóðahættu á sunnanverðum Vestfjörðum einnig verið aflýst.

Nokkur lítil flóð féllu í Brellum ofan Patreksfjarðar sem stoppuðu ofarlega í hlíðinni. Þá féll  lóð í Kjálkafirði sem fór yfir veg og skemmdi vegrið. 

Síðustu 10 daga hafa 33 snjóflóð fallið á Vestfjörðum. Stærstu þeirra voru af stærðinni 3 á mælikvarða vesðurstofu Íslands. Þau voru í Súgandafirði, Hestfirði og í Gemlufallsdal í Dýrafirði. Langflest flóðin eða 13 féllu í Súgandafirði. Fimm flóð eru skráð á Súðavíkurhlíð og Sauratindum. Þrjú flóð féllu í byggð og var það á Patreksfirði fyrir ofan Vatneyri. Þrjú flóð féllu í Bjarnardal í Önundarfirði og tvö flóð á Raknadalshlíð.

DEILA