Óvissustig á sunnanverðum Vestfjörðum – rýmingar

Frá Patreksfirði.

Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir óvissustigi vegna snjóflóðahættu frá klukkan 11 á sunnanverðum Vestfjörðum. Þá verður hluti rýmingarreits 4 á Patreksfirði rýmdur klukkan 14 og eitt hús á Tálknafirði.

Fram kemur að eftir hádegi í dag er spáð austan hvassvirði og mikilli úrkomu á sunnanverðum Vestfjörðum. Versta veðrið gengur hratt yfir og snýst í hægari suðaustan átt með éljum og skúrum um 18 í dag. Þá er útlit fyrir minnkandi snjóflóðahættu.

DEILA