Ófærð á sunnanverðum Vestfjörðum

Ófært er yfir Mikladal, Hálfdán og Kleifaheiði á sunnanverðum Vestfjörðum. Þá er vegurinn um Raknadalshlíð lokaður. Dynjandisheiði er lokið og verður ekki opnuð í dag. Opið er austur Barðastrandarsýslu og er Klettháls fær.

Vegir á norðanverðum Vestfjörðum eru opnir. Á það við um Gemlufallsheiði og Flateyrarveg. Þá er opið frá Ísafirði um kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð og áfram inn Djúp. Opið er yfir Steingrímsfjarðarheiði og Þröskulda.

Óvíst með Baldur

Í fréttatilkynningu frá Sæferðum segir að vegna veðurs og færðar sé alls óvíst að ferjan nái að sigla seinni ferðina í dag frá Stykkishólmi kl. 15:00 og frá Brjánslæk kl. 18:00.

DEILA