Nemendagarðar Háskólaseturs Vestfjarða: frestað að samþykkja stofnframlag

Væntanleg lóð nemendagarðanna er við Fjarðarstræti 20.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar frestaði afgreiðslu á 74 m.kr. stofnframlagi til nemendagarða Háskólaseturs Vestfjarða á fundi sínum á miðvikudaginn.

Var það gert að beiðni Háskólasetursins, þar sem óljóst væri hvað 30 m.kr. niðurrifskostnaður húsa á lóðinni hefði á umsóknina til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Gert er ráð fyrir að niðurrifskostnaðurinn verði hluti af stofnkostnaði við bygginguna. Þá hefði komið fram misræmi á fermetrafjölda milli brúttó og nettó fermetrafjölda og þyrfti að finna skýringar á því.

Samþykkt var að fresta málinu til næsta fundar bæjarstjórnar.

DEILA