Metfjöldi umsókna í Þróunarsjóð Flateyrar

Tuttugu og átta umsóknir af ýmsu tagi bárust í Flateyrarsjóðinn aður en en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn þriðjudag. Verkefnin snúa mörg að nýsköpun í atvinnulífi eða betrumbótum samfélaginu í Önundarfirði til heilla. Samtals var sótt um rúmar 47 miljónir, af heildar verkefnakostnaði upp á rúmar 65 miljónir. Sjóðurinn hefur að þessu sinni 20 miljónir til umráða, og bíður því úthlutunarnefndinni all nokkur starfi.

 Þróunarsjóður Flateyrar var stofnaður í kjölfar snjóflóðanna 2020 til þess að veita styrki í nýsköpunar- og þróunarverkefni á Flateyri. Sjóðurinn er fjármagnaður af ríkissjóði og úthlutar u.þ.b. 20 miljónum á ári á þriggja ára tímabili 2020-2023, en fyrsta og síðasta árið teljast hálf og því úthlutað 10 miljónum.

Styrkhæf verkefni eru rannsóknar-, þróunar- og nýsköpunarverkefni þar sem markvisst er stefnt að markaðssetningu nýrrar eða endurbættrar vöru eða þjónustu. Einnig er heimilt að styrkja stofnfjárfestingu í hvers konar verkefnum að því gefnu að þau raski ekki samkeppni á svæðinu. Enn fremur samfélagseflandi verkefni önnur en þau sem teljast til lögbundinna og/eða hefðbundinna verkefna ríkis eða sveitarfélaga. 

Verkefnisstjóri er Hjörleifur Finnsson.

DEILA