Kollsvík: 80 m sjóvörn

Vegagerðin hefur fengið framkvæmdaleyfi frá Vesturbyggð fyrir 80 metra sjóvörn í Kollsvík við utanverðan Patreksfjörð framan við fornminjar í landi Láganúps.

Um er að ræða framhald af framkvæmd sem var ekki kláruð 2020. Efni í sjóvörnina verður tekið úr hlíðinni við veginn.

Verkið þarf að vinnast í frosti, áætlað er að vinna það í febrúar 2022, ef það næst ekki þá næsta vetur. Áætlað er að verkinu verði í síðasta lagi lokið í mars 2023.

Verkefnið er unnið í samráði við Vesturbyggð, Minjastofnun og landeigendur.

Á Grundarbökkunum, þar sem sjóvörnin er gerð eru merkar menningarminjar og aldalanga útgerða. Meðal annars merkar grjóthleðslur sem verið er að verja.

DEILA