Karfan: Vestri fær Tindastól í heimsókn í kvöld

Vestri tekur á móti Tindastóli í Subwaydeild karla, fimmtudaginn 17. febrúar kl. 19:15.

Liðunum hefur gengið misjafnlega það sem af er keppnistímabilinu. Tindastóll er í 8. sæti deildarinnar eftir 15 umferðir með 7 sigra og 8 töp og Vestri er í 11. sæti með 3 sigra og 12 töp.

Vestri hefur oft átt góða kafla í leikjum sínum en virðist vanta meiri breidd þegar líður á leikina.

Nú er hins vegar tækifæri fyrir Vestra til þess að sauma að gestunum í kvöld með góðum stuðningi áhorfenda.

Áhorfendur aftur leyfðir með eftirfarandi takmörkunum:
– GRÍMUSKYLDA!
– 1 metra nálægðartakmörkun milli ótengdra gesta
– Gestir haldi sem mest kyrru fyrir í sætum sínum í hálfleik.

Miðasala á Stubbi og við innganginn.

Frítt fyrir börn á grunnskólaaldri. Yngri börn skulu vera í fylgd með fullorðnum.

DEILA