Ísfirðingurinn Steinþór Jón Gunnarsson í framboð í Reykjanesbæ

Steinþór Jón Gunnarsson frá Ísafirði hefur ákveðið að gefa kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ þann 26. febrúar næstkomandi.

Í framboðstilkynningu segir Steinþór Jón:

„Ég er 34. ára gamall og bý í Innri-Njarðvík ásamt kærustu minni Guðrúnu Ýri Halldórsdóttur og börnunum okkar þremur. Ég hef búið hér síðastliðin fjögur ár og hér viljum við fjölskyldan vera enda kynnst mikið af góðu fólki og hér líður okkur vel.

Ég er rafvirki að mennt og á og rek Prism Ljósastudio hér í bæ. Atvinnumál eru mér hugleikin ásamt leikskóla og húsnæðismálum.

Við þurfum að grípa tækifærin og sýna stórum sem smáum fyrirtækjum að hér er hægt að skapa verðmæti, ásamt því að hlúa vel að þeim sem fyrir eru.

Það skiptir miklu máli að hér sé bæði hægt að búa og starfa án þess að þurfa að leita langt yfir skammt.

Ég tel mig vera mann sem lætur verkin tala og er reiðubúinn að leggja mitt að mörkum í að skapa hér gott og samkeppnishæft samfélag.“

Hann óskar eftir stuðningi íbúa Reykjanesbæjar í 5. sætið í næstkomandi prófkjöri Sjálfstæðisflokksins þann 26. febrúar.

DEILA