Ísafjarðarsvipur á söngvakeppni RÚV

Það var mikill Ísafjarðarsvipur á söngvakeppni RUV sem fram fór á laugardaginn. Margir keppenda eiga ættir sínar að rekja vestur meðal annars flytjendur beggja laganna sem komust áfram í úrslit.

Stefán Óli sem flutti lagið Ljósið er sonur Margrétar Óladóttur frá Ísafirði og Magnúsar Haraldssonar og því dóttur sonur Óla M. Lúðvíkssonar sem lengi starfaði hjá embætti Sýslumanns á Ísafirði.

Systkinin í Amarosis, Már og Ísold, sem fluttu lagið Dont you know eru barnabörn Hólmfríðar Sigtryggsdóttur frá Ísafirði.

Þá má nefna að Stefanía Svavarsdóttir sem flutti lagið Heart of mine er barnabarn Jónu Guðmundsdóttur, systur Ingibjargar í BG og því barnabarn Guðmundar Guðmundssonar framkvæmdastjóra Hrannarinnar útgerðarfélags á Ísfirði. Höfundur að laginu er Önfirðingurinn Halldór Gunnar Pálsson.

Ef til vill má finna fleiri tengingar við Ísafjörð hjá keppendunum á laugardaginn.

Fréttin uppfærð og leiðrétt kl 11:26.

Stefán Óli.
Stefanía Svavarsdóttir.

DEILA