Ísafjarðarbær: Marzellíus ekki í framboð

Marzellíus Sveinbjörnsson.

Marzellíus Sveinbjörnsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram að nýju við komandi bæjarstjórnarkosningar og sækist ekki eftir sæti á listanum. Hann greindi frá þessu á Facebook síðu sinni í morgun og segist hafa greint formanni Framsóknarfélagsins frá þessu.

„Þetta þarf ekki að þýða það að ég sé hættur að vinna að góðum málefnum fyrir bæjarfélagið mitt“ segir í færslunni.

DEILA