Ísafjarðarbær: láðist að rukka ríkið um 36 m.kr. fyrir ofanflóðavarnir

Mynd úr skýrslu Ísafjarðarbæjar frá 2011 um ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla.

Í yfirliti fyrir fjárfestingar og framkvæmdir Ísafjarðabæjar á síðasta ári kemur fram að það láðist að „endurrukka“ Ofanflóðasjóð fyrir kostnað fyrri ára vegna ofanflóðavarna. Þetta kom fram í ársbyrjun 2022 þegar gerð var afstemming á innskiluðum reikningum til Ofanflóðasjóðs.

Mestu munaði vegna framkvæmda við Gleiðarhjalla en 30,3 m.kr. fengust endurgreiddar sem ekki var gert ráð fyrir í áætlun ársins. Þá námi endurgreiðslur vegna framkvæmda í Hnífsdal 6,1 m.kr. og 0,6 m.kr. vegna Kubba. Samtals námu endurgreiðslurnar um 37 m.kr.

Framkvæmdir ársins voru vegna varnargarða á Flateyri og nam hlutur bæjarins 20,5 m.kr. En vegna endurgreiðslnanna voru fjármagnshreyfingarnar jákvæðar um 14 m.kr.

Einnig var unnið við varnir í Gleiðarhjalla og í Kubba og var hlutur bæjarins í þeim framkvæmdum 2,6 m.kr.

DEILA