Ísafjarðarbær: ferðaþjónusta á Suðureyri fær ekki styrk

Suðureyri í apríl 2020. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Ferðaþjónustufyrirtækið Fantastic Fjords ehf á Suðureyri óskaði í janúar eftir þátttöku Ísafjarðarbæjar í gerð kynningarefnis fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Að fyrirtækinu standa Sædís ósk Þórsdóttir og Gunnar Ingi Hrafnsson á Suðureyri.

Erindið var tekið fyrir í bæjarráði í janúar sem vísaði málinu til menningarmálanefndar til umsagnar. Í umsögn nefndarinnar segir að nefndin fagni verkefninu og telur það mikilvægt fyrir ferðaþjónustuaðila á svæðinu og svo segir : „Ísafjarðarbær leggur til fjármagn árlega til Vestfjarðastofu til gerðar kynningarefnis fyrir sveitarfélagið og Vestfirði út frá Áfangastaðaáætlun Vestfjarða. Nefndin leggur til að hafnarstjórn taki málið til afgreiðslu.“

Hafnarstjórnin tók erindið fyrir í síðustu viku og bókaði að hún sjái sér ekki fært að taka þátt í verkefninu.

„Í fjárhagsáætlun ársins er þegar gert ráð fyrir kynningarmálum fyrir Hafnir Ísafjarðarbæjar og er ekki svigrúm til að taka þátt í fleiri verkefnum af því tagi að sinni.

DEILA