Hörður gegn FH, KL 15:00 í dag 27. feb

Hörður mætir toppliði Olísdeildarinnar á miðvikudaginn 27 febrúar í 16-liða úrslit Coca Cola bikarsins. Leikurinn hefst klukkan 15:00 og verður spilað þangað til sigurvegari fæst.

Leiknum hefur verið margfrestað en verður núna og FH ingar eru komnir vestur til Ísafjarðar.

Upprunalega átti þessi leikur að fara fram síðasta miðvikudag eða 16 febrúar en vegna covid smita hjá báðum liðum þá hefur honum verið frestað í annað skipti, í það fyrra var honum frestað frá miðvikudeginum til föstudagsins 18 febrúar.

Eftir leik helgarinnar hjá Herði þar sem þeir unnu feykisterkt lið ÍR 30-27 í æsispennandi leik, þá eru strákarnir í Herði tilbúnir í næstu áskorun.

Búast má við hörku leik þar sem bæði lið berjast upp á laust sæti í 8-liða úrslitum. Það lið sem vinnur þennan leik fær spræka Þórsara frá Akureyri í heimsókn í 8-liða úrslitum bikarsins.

Fjölmennum á Torfnes á miðvikudaginn og styðjum strákana okkar til sigurs. Grípum tækifærið að sjá strákana okkar spila gegn besta liði landsins um þessar mundir. Ekki á hverjum degi sem að Olísdeildarlið koma vestur til að spila en vonandi breytist það í náinni framtíð.

“ Leikurinn verður sýnur á YouTube rás harðar undir nafninu Knattspyrnufélagið Hörður eða fylgja þessum hlekk hérna, https://www.youtube.com/channel/UCRe09YnPcxbt8QSgRQkN6AA

DEILA