Háskólasetur Vestfjarða fær vilyrði fyrir lóðinni Fjarðarstræti 20

Ísafjörður. Horft yfir Skutulsfjarðareyrina. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að að veita Háskólasetri Vestfjarða, f.h. óstofnaðrar Húsnæðissjálfseignarstofnunar, vilyrði fyrir lóðinni við Fjarðarstræti 20 á Ísafirði.

Ætlunin er að reisa þar nemendagarða fyrir Háskólasetrið, en nemendafjöldinn við setrið sem áður var 20-30 manns stefnir í 70 manns með nýrri námsbraut við Háskólasetrið. Talið er að þessi fjölgun kalli á 40 íbúðir fyrir nemendur sem ekki er talið að einkaaðilar muni geta séð fyrir.

Stefnt er að því að um 40% af byggingarkostnaði verði fenginn með svokölluðu byggðaframlagi frá ríki og sveitarfélagi og byggt undir merkjum húsnæðissjálfseignarstofnunar á landsbyggðinni með stuðningi Ísafjarðarbæjar.

DEILA