Handbolti: leiknum frestað til föstudags vegna covid19

Leik Harða við FH, topplið Olísdeildarinnar sem vera átti í kvöld á Ísafirði í 16-liða úrslit Coca Cola bikarsins hefur verið frestað vegna covidsmita til föstudagskvölds og hefst hann kl 18:45 í íþróttahúsinu á Torfnesi.

Búast má við hörku leik þar sem bæði lið berjast upp á laust sæti í 8-liða úrslitum. Það lið sem vinnur þennan leik fær spræka Þórsara frá Akureyri í heimsókn í 8-liða úrslitum bikarsins.

DEILA