Handbolti: Hörður vann toppliðið

Frá leik Harðar við Vængi Júpiters fyrir skömmu.

Hörður Ísafirði fékk ÍR í heimsókn vestur á laugardaginn í Grill66 deild karla. ÍR sat eitt á toppnum fyrir leikinn og hafði aðeins tapað einum leik en Hörður var 4 stigum á eftir toppliðinu með 3 tapaða leiki.

Leikurinn varð jafn og spennandi en heimamenn leiddu í hálfleik 17:15. Munurinn var áfram lítill í seinni hálfleik en Hörður vann þriggja marka sigur 30:27 og minnkaði forskot ÍR á toppnum í 2 stig. Hörðru situr í 2. sæti deildarinnar eftir 14 umferðir en tvö næstu lið Fjölnir og Þór hafa leikið færri leiki og geta náð Herði að stigum.

Ljóst er að þessi fjögur lið munu keppa um tvö laus sæti í úrvalsdeildinni á næsta keppnistímabili og stendur Hörður vel að vígi í þeirri innbyrðis keppni.

Á laugardaginn varða Axel Sveinsson markahæstur með 6 mörk. Mikel Aristi og Þráinn Arnaldsson skoruðu 5 mörk hvor. Japanirnir Kasahara og Hikawa gerðu 4 og 3 mörk í leiknum.

DEILA