Getraunir: Húskerfi Vestra vann 2,5 m.kr.

Húskerfi Vestra á Ísafirði sló í gegn síðastliðinn laugardag og fékk 13 rétta. Fá Vestramenn rúmar 2.5 milljónir króna í sinn hlut sem skiptist á milli þeirra sem þátt tóku í húskerfinu. 

Vestramenn voru með tvö húskerfi að þessu sinni og hefði Man. Utd. skorað gegn Watford hefðu bæði kerfin gefið 13 rétta.

Húskerfið sem vann var 412 raðir og voru 2 leikir festir með einu merki. Alls kostaði kerfið 6.180 krónur.

Vestramenn benda á að öllum Ísfirðingum nær og fjær sé frjálst að hafa samband og taka þátt í húskerfinu hjá þeim í getraunum.

DEILA