Fjallvegir lokaðir á Vestfjörðum

Fjallvegir eru lokaðir á Vestfjörðum. Nánari upplýsingar um Steingrímfjarðarheiði og Þröskulda vegða gefna kl 16 í dag. Sama á við um Klettháls. Dynjandisheiði er lokuð og verður það í dag. Þá er Kleifaheiði lokuð.

Ófært er í Ísafjarðardjúpi. Raknadalshlíð í Patreksfirði er lokuð vegna snjóflóðahættu.

Búið er að opna veginn um Hálfdán og Mikladal. Gemlufallheiði er opin er þar er éljagangur. Flateyrarvegur og Súðavíkurhlíð eru opnar, en þeim var lokað í gærkvöldi. Opið er milli Ísafjarðar og Bolungavíkur.

Núna rétt áðan barst tilkynning frá Sæferðum það sem fram kom að ef ekkert breytist í veðurspá og færð þá siglir Baldur kl. 15:00 frá Stykkishólmi og kl. 18:00 frá Brjánslæk.

Um kl 10:30 í morgun var hættustigi og óvissustigi vegna snjóflóðahættu aflýst á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum. Í tilkynningu Veðurstofu Íslands kemur fram að veðrið tók að ganga niður í nótt og lítil úrkoma mældist á norðanverðum Vestfjörðum. Tvö snjóflóð féllu uppúr miðnætti ofan við svæðið sem rýmt var á Patreksfirði í nótt og snjóflóð féll yfir veg á Raknadalshlíð innar í firðinum.

DEILA