Bolungavík: byggja nýtt hús fyrir Fiskmarkað Vestfjarða

Verðandi laxasláturhús verður stækkað. Mynd: Björgvin Bjarnason.

Fiskmarkaður Vestfjarða ehf hefur fengið vilyrði fyrir byggingu nýs húss á Brimbrjótsgötu 10 fyrir starfsemi fyrirtækisins. Nýja lóðin var á lóð Örnu en bærinn hefur fengið hana í skiptum fyrir landfyllingu neðan Íshússins sem Arna er með starfsemi sína í. Fyrir liggur undirritað samkomulag samkomulag allra þriggja aðila á þessu svæði um sameiginlega uppbyggingu á svæðinu við Brimbrjótsgötu og Hafnargötu.

Fiskmarkaður hafði byggt nýtt hús á næstu lóð og var það nærri tilbúið þegar það var selt Arctic Fish undir laxasláturhús. Til þess að greiða fyrir aðkomu Arctic Fish gerðu Bolungavíkurkaupstaður, Fiskmarkaður Vetsfjarða og Arctic Fish samkomulag um uppbyggingu svæðisins.

Auk þess að Fiskmarkaðurinn byggir annað nýtt hús þá sótti Arctic Fish um stækkun þess húss sem keypt var af Fiskmarkaðnum og fékk framkvæmdaleyfi fyrir jarðvinnu, lögnum og undirbúningi á viðbyggingu. Byggingarleyfi verður gefið út innan tíðar.

DEILA