Covid: engin smit í gær

Engin ný smit voru greind á Vestfjörðum í gær. Hins vegar voru 54 smit á laugardaginn. Flest voru þau á Ísafirði eða 20 og 13 í Bolungavík. Níu smit voru á Bíldudal og einnig 9 í Súðavík.

Virkum smitum hefur fjölgað verulega og eru þau nú 171. Flest smitin eru á Ísafirði 53 talsins. Í Bolungavík eru 41 smit, 15 á Þingeyri, 14 í Súðavík, 7 á Flateyri og 3 á Suðureyri.

Á sunnanverðum Vestfjörðum eru 20 smit á Bíldudal, 11 á Patreksfirði og 1 á Tálknafirði. Eitt smit er á Reykhólum, 3 á Hólmavík og 2 á Drangsnesi.

1952 smit greindust á landinu öllu í gær. 47 er á sjúkrahúsi vegna covid19 og þar af 3 á gjörgæslu. Um 11.500 manns eru í einangrun.

Frá upphafi farandursins hafa 92 þúsund manns greinst með veiruna eða 23% íbúa landsins.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA