Covid: 58 ný smit í gær

Fjöldi nýrra smita var með mesta móti á Vestfjörðum í gær. Reyndust þau vera 58. Fjórtán ný smit voru í Bolungavík, 11 á Ísafirði og einnig á Bíldudal. Tíu smit voru á þingeyri og átta á Patreksfirði. Tvö smit voru á Drangsnesi, eitt á Suðureyri og einnig í Súðavík.

Alls eru þá 98 virk smit í fjórðungnum. Flest er þau á Bíldudal 26 talsins. Á Ísafirði eru 22 smit og 18 í Bolungavík. Á Patreksfirði eru 11 smit og 10 á Þingeyri. Í Súðavík eru 2 smit, eitt á Suðureyri og Reykhólum, 4 á Drangsnesi og 3 á Hólmavík.

1880 smit greindust í gær á landinu öllu, á sjúkrahúsi með covid eru 34 og þarf af 3 í gjörgæslu. Eitt andlát var í gær, karl á níræðisaldri.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA