Covid: 57 smit í gær

Fimmtíu og sjösmit greindust á Vestfjörðum í gær. Á Ísafirði voru þau 33, í Bolungavík 15 og 2 í Súðavík. Þannig að 50 af smitunum 57 voru við Djúp.

Hin sjö dreifðust þannig að 3 voru á Suðureyri , 2 á þingeyri og 1 á Patreksfirði og á Tálknafirði.

208 smit á Vestfjörðum

Alls eru 208 virk smit á Vestfjörðum. Rúmuri helmingur þeirra eru á Ísafirði eða 106. Í Bolungavík eru 43 smit. Í Súðavík eru 8 smit, 5 á Suðureyri, 8 á Flateyri og 9 á Þingeyri.

Í Strandasýslu eru 12 smit, 10 á Hólmavík og 2 í Árneshreppi. Í Vestur Barðastrandarsýslu eru 17 smit, 9 þeirra eru á Bíldudal, 6 á Patreksfirði og 2 á Tálknafirði.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA