Covid: 47 smit í gær

Fjörtíu og sjö smit greindust á Vestfjörðum í gær. Langflest þeirra voru á Ísafirði eða 29. Í Bolungavík voru 6 smit, 4 á Bíldudal, 2 á Hólmavík, Þingeyri, Flateyri og í Súðavík.

170 virk smit á Vestfjörðum

Alls eru 170 virk smit á Vestfjörðum. Á Ísafirði eru rúmlega helmingur þeirra eða 78. Í Bolungavík eru 31 smit, 11 í Súðavík, 1 á Suðureyri, 13 á Flateyri og 11 á Þingeyri.

Á Hólmavík eru 9smit, einnig 9 á Bíldudal, 6 á Patreksfirði og 1 á Tálknafirði.

Um 2400 smit greindust á landinu öllu í gær, 54 eru á sjúkrahúsi með covid, þar af 4 í gjörgæslu. Fjöldi þeirra sem fengið hafa covid frá upphafi fór yfir 100.000 í gær og eru þeir um 102.000 manns sem gerir um 28% landsmanna.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA