Covid: 31 smit í gær

Þrjátíu og eitt smit greindist á Vestfjörðum í gær. Flest voru þau á Ísafirði 11 talsins, en 10 smit voru á Hólmavík. Þá voru 2 smit á Drangsnesi, 2 í Súðavík og 3 á Suðureyri. Eitt smit var á Bíldudal , Þingeyri og Patreksfirði.

Virkum smitum á Vestfjörðum fækkar milli daga og eru nú 143. Á Ísafirði eru 78 smit, 26 í Bolungavík og 6 í Súðavík. Á Suðureyri eru 6 smit, 1 á Flateyri og 6 á Þingeyri. Á Hólmavík eru 12 smit og 2 á Drangsnesi. Á Patreksfirði eru 3 smit, 2 á Ta´lknafirði og 1 á Bíldudal.

Alls greindust nærri 2.900 smit í gær á landinu en tekin voru um 4.600 sýni. Um 63% sýnanna voru með virku smiti. Rúmlega 12 þúsund manns eru í einangrun. Á sjúkrahúsi eru 59 með covidsmit þar af eru 2 i gjörgæslu.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA