Covid: 18 smit í gær

Átján smit greindust á Vestfjörðum í gær. Þrjú voru á Hólmavík og eitt á Bíldudal. Á Flateyri og í Súðavík voru eitt smit á hvvorum stað, 4 í Bolungavík og 8 smit á Ísafirði.

Alls eru 172 virk smit á Vestfjörðum eftir gærdaginn. Langflest eru þau við Djúp en þar eru 138 smit. Á sunnanverðum Vestfjörðum eru 27 smit og 7 í Strandasýslu og á Reykhólum.

Á Ísafirði eru 48 smit, 45 í Bolungavík, 19 á Þingeyri, 15 í Súðavík, 8 á Flateyri og 3 á Suðureyri.

Á Bíldudal eru 21 smit, 1 á Tálknafirði og 5 á Patreksfirði. Fjögur smit eru á Hólmavík, 2 á Drangsnesi og 1 á Reykhólum.

Alls greindust um 1870 smit á landinu í gær. Rúmlega 10 þúsund manns eru í einangrun. Á sjúkrahúsi með covid eru 53, þar af 2 á gjörgæslu.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA