Covid: 11 smit í gær

Ellefu smit greindust á Vestfjörðum í gær. Eitt þeirra var á Patreksfirði, annað á Bíldudal og einnig eitt á Þingeyri og í Súðavík. Þrjú smit voru á Ísafirði og 5 í Bolungavík.

Virkum smitun hefur heldur fækkað og eru þau nú 39. Flest eru þau á Ísafirði 11, í Bolungavík eru 10 smit og 9 á Patreksfirði. Þrjú smit eru í Súðavík og tvö á Þingeyri Eitt smit eru á Tálknafirði, Bíldudal og Flateyri.

Um 1.430 smit greindust á landinu í gær. Á spítala eru 27 vegna covid og þar af 3 í gjörgæslu.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA