Covid: 11 smit í gær

Ellefu smit greindust á Vestfjörðum í gær. Átta þeirra voru á Ísafirði, eit í Bolungavík og tvö á Hólmavík.

Alls eru þá 54 virk smit í fjórðungnum. Flest eru þau á Bíldudal eða 21, fjórtán smit eru á Ísafirði, 6 í Bolungavík og eitt í Súðavík. Fjögur smit eru á Patreksfirði, eitt á Reykhólum og annað á Þingeyri. Loks eru 4 smit á Hólmavík og 2 á Drangsnesi.

Nærri 2.200 smit greindust á landinu öllu í gær. á Sjúkrahúis með covid eru 38 og þar af eru 3 á gjörgæslu.

Nærri 10 þúsund manns eru í einangrun og svipaður fjöldi í sóttkví.

https://www.ruv.is/kveikur/covid/

DEILA