Bolungavíkurhöfn: 1.112 tonna afli í janúar

Frá Bolungavíkurhöfn. Mynd: Bolungavíkurhöfn.

Alls bárust 1.112 tonn að landi í Bolungavíkurhöfn í janúarmánuði.

Togarinn Sirrý ÍS var með helminginn af aflanum en hún landaði 513 tonn eftir 6 veiðiferðir. Dragnótabátarnir Ásdís ÍS og Þorlákur ÍS voru með 30 tonn hvor.

Sjö línubátar öfluðu um 440 tonn af bolfiski. Aflahæst var Jónína Brynja ÍS með 183 tonn og næst kom Fríða Dagmar ÍS með 163 tonn. Otur II ÍS var með 62 tonn og Otur III ÍS 73 tonn. Tryggvi Eðvarðs SH koma með 16 tonn úr einum róðri og Siggi Bjartar ÍS var með 14 tonn eftir 9 róðra.

DEILA