Bolungavík: bæjarfulltrúar vilja halda áfram

Baldur Smári Einarsson.

Baldur Smári Einarsson oddviti Sjálfstæðismanna og óháðra, D -lista, í Bolungavík mun gefa kost á sér til áframhaldandi setu í bæjarstjórn við kosningarnar í vor. D-listinn hefur hreinan meirihluta 4 bæjarfulltrúa af 7. Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, oddviti K -lista, Máttar meyja og manna, segist munu óska eftir því að fá að leiða listann aftur í sveitastjórnakosningunum.

Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir (D) , forseti bæjarstjórnar segist vera að meta stöðuna en telur líkurnar vera meiri en minni á áframhaldandi framboði, „sérstaklega ef krafta minna er óskað áfram.“ Kristján Jón Guðmundsson (D) segir það ekki ákveðið enn um framboð en segist hafa áhuga á þvi.

Bæði Magnús Ingi Jónsson og Hjörtur Traustason ( K lista) sögðu í svörum sínum að þeir hefðu hug á því að bjóða sig fram að nýju.

Uppfært kl 10:54. Kristín Ósk Jónsdóttir (D) sagðist enn vera að hugsa málið með áframhaldandi framboð þegar Bæjarins besta hafði samband við hana.

DEILA