Bílvelta á Mikladal í gær

Frá bílveltunni í gær. Mynd: aðsend.

Flutningabíll valt í gær á Mikladal milli Patreksfjarðar og Tálknafjarðar. Frá áramótum er þetta áttunda óhappið á þessu svæði, aðallega á Mikladal og Hálfdán.

Frá þessu er greint á Facebook siðunni Samgöngubætur á Vestfjörðum. þar segir: „Auðvitað eru vegirnir löngu ónýtir og illmögulegt að sinna snjómokstri og hálkuvörn, nema það sé gert með auknu fjármagni og alvöru tækjum. Mjóir, holóttir, brattar brekkur og krappar beygjur.“

DEILA