Vesturbyggð vill að vegagerðin lagfæri veg um Krossholtin á Barðaströnd

Vesturbyggð hefur skorað á Vegagerðina að lagfæra Barðastrandarveg um íbúðabyggðina á Krossholtum. Er farið fram á að gerð verð bæði aðrein og frárein að íbúðabyggðinni. Þá er sundlaug hinum megin við Barðastrandarveginn sem veldur mikilli umferð ferðamanna og heimamanna yfir veginn og eins þurfa gangandi vegfarandur að fara yfir ána Móru en ekki gert gert ráð fyrir því.

Í svari Vegagerðarinnar kemur fram að hún óskar eftir því að vera þátttakandi í gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir svæðið en að henni gerðri verður hægt að forgangsraða verkefnum.

Vegagerðin segir það verkefni sveitarfélagsins að gera göngubrýr fyrir gangandi vegfarendur en hægt sé að sækja um styrk til Vegagerðarinnar við gerð göngu- og hjólastíga meðfram þjóðvegum. Hlutur Vegagerðarinnar er 50% að ákveðnum skilyrðum uppfylltum.

Varðandi aðrein og frárein að Krossholtinu segist Vegagerðin munu skoða hvaða lausnir er hægt að horfa til til þess að auka umferðaröryggi á svæðinu.

DEILA