Uppskrift vikunnar – pastasalat með lax

Ég er mikill aðdáandi reykts fisks og þá sérstaklega laxsins. Bestu uppskriftirnar og fjölbreyttustu eru frá Ísfirðing https://isfirdingur.is/ og ég deili hérna einni með ykkur með sem ég prufaði og var alveg dolfallin. Og auðvitað eigum við að versla sem mest í heimabyggð.

Mér finnst best að nota tagliatelle pasta.

Innihald:

Pasta (Spagetti eða tagliatelle)
Reyktur lax (í litlum strimlum)
Fetaostur (auðvitað frá Örnu)
Olía af fetaostinum
Sítrónusafi
Pipar/chiliflögur
Parmeasan ostur

Leiðbeiningar:

1. Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á pakka.

2. Kavíar, fetaosti, sítrónusafa og olíunni blandað vel saman við í skáll.

3. Blöndunni er hellt út á pastað.

4. Laxinn borin fram til hliðar en settur út á pastablönduna þegar rétturinn er borðaður.

5. Pipar/chiliflögur og rifinn parmeasan ostur til hliðar og hver og einn fær sér að vild.

Verði ykkur að góðu og vonandi njótið þið jafnvel og ég og mínir.

Halla Lúthersdóttir.

DEILA