Umferð um Dýrafjarðargöng nærri 80% af umferð um Ísafjarðardjúpið

Dýrafjarðargöng. Hvað yrði gjaldið hátt? Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Meðalsólarhringsumferð um Dýrafjarðargöng var um 173 bílar á síðasta ári og um Ísafjarðardjúp mælt í Ögri var meðalsólarhringsumferðin 219 bílar. Umferðin um Dýrafjarðargöng var nærri 80% af umferðinni um Djúpið.

Nokkrar sveiflur eru í meðalsólarhringsumferðinni eftir mánuðum. Á báðum stöðum er umferðin minnst í desember 2021, 102 bílar um Ögur og 60 bílar um göngin. Mest er umferðin í júlímánuði, 546 bílar um Ögur og 426 um Dýrafjarðargöngin.

Samanlögð umferð er frá 151 bíl á sólarhring að meðaltali í janúar upp í 972 bíla á sólarhring að meðaltali í júlí. Í október var meðaltalsumferðin meiri um Dýrafjarðargöng en um Ögur.

Þetta kemur fram í umferðatölum sem Vegagerðin tók saman fyrir Bæjarins besta.

Gæta verður að því að ekki fara allir bílar suður sem fara um göngin þar sem vinsælt er að fara frá Ísafirði að Dynjanda í Arnarfirði og snúa þar við, en engu að síður er ljóst að umferðin til og frá Ísafirði er bæði um vesturleiðina í gegnum Dýrafjarðargöngin og um Ísafjarðardjúp.

Mynd: Vegagerðin.
Mynd: Vegagerðin.

DEILA