Súðavík: fyrirstöðugarður boðinn út

Vegagerðin hefur auglýst útboð á fyrirstöðugarði í Súðavík sunnan Langeyrar. Framkvæmdin er tilkomin vegna væntanlegrar kalþörungaverksmiðju sem rísa mun í Súðavík.

Það er Súðavíkurhöfn sem óskar eftir tilboðum í gerð grjótgarðs vegna landfyllingar  sunnan Langeyrar við Súðavík í Álftafirði.

Heildarrúmmál fyllingar og grjóts er um 44.000 m3.

Verkinu skal lokið eigi síðan en 1. október 2022.

Tilboðum skal skilað rafrænt íTendSign útboðskerfinu fyrir kl. 14:00 þriðjudaginn 18. janúar 2022.

Fyrirstöðugarður og uppdæling á efni af hafsbotni til þess að útbúa landfyllingu eru áætluð um 38.000 m² og útbúnaður iðnaðarlóðar amk 32.000 m² undir fyrirhugaða verksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins.

Áætlað er að fullbúin verksmiðja vinni um 120.000 m³ af kalkþörungaseti úr Ísafjarðardjúpi á ári þegar hámarksafköst fást.

Áætlað er að um 30 störf +/- muni skapast við rekstur verksmiðjunnar og afleidd störf að auki. 

DEILA